jarðskjálftatjón

það er enn að koma í ljós tjón síðan í maí, núna síðast er geislahitinn að brjóta sig lausan í borðstofunni,  komu hérna tveir vaskir verkfræðingar á föstudaginn að skoða og vilja fá "þrýstingsmælingu". Hringt í Helga Píp. veit ekki hvernær það verður gert enég vona fjótt. við vorum buinn að fá þessa VF í ágúst, þá fór allt að leka í eldhúsveggnum hjá Möggu niðri, reyndist vera affallið úr vaksinum hjá okkur herna á efri hæðinni. þá fóru þeir yfir allt og gerðu skýrslu og við vorum að fá þær bætur greiddar út daginn sem ég tók eftir sprungunum í loftinu. átti meira að segja að pússa upp parkettið daginn eftir; en það fór allt í pásu. verðum að koma lagna veseni í lag fyrst. en það er soldið skrítið ástand hérna núna, allt í grindum í þvottahúsinu og inní herbergi. myndir í hrúgu, var að undirbúa pússun og málun. ætlaði að nota tækifærið og fara svona "hreingerningumferð" yfir stofuna og gangin. þannig að núna er eiginlega "minimalismi" í gangi í stofunni.

 

en annars er allt gott Tóti  frændi komin í landsliðið aftur og leikur á miðvikudag; við Kristján erum að spá að kíkja á hann. krakkarnir eru á fullu í sportinu. Kristján í handbolta og fótboltanum og Guðbjörg í fimleikum og handbolta. mjög spennt fyir handboltanum bæði 1 mót búið hjá Kristjáni og nokkur framundan hjá báðum. ég er að koma mér af stað með ljósmyndunina og setja upp ljósin mín heima í stofu og hanna eitthvað fyrir bakgrunn. það fara nokkrir að fá símtal með beiðnum umm börn að láni. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband