thorvaldsenfélagið og jólaskortin þeirra

10.11.2008
Tvær milljónir til styrktar málefnum barna og unglinga með sykursýki
Lára Margrét Gísladóttir varaformaður Thorvaldsensfélagsins afhenti Árna V. Þórssyni lækni og Auði Ragnarsdóttur hjúkrunarfræðingi gjöfina, ásamt Dagnýju Gísladóttur og Guðlaugu Jónínu Aðalsteinsdóttur .Thorvaldsensfélagið hefur fært Thorvaldsenssjóðnum, sem er sjóður til styrktar málefnum barna og unglinga með sykursýki, gjöf að upphæð 2 milljónir króna. Sjóðurinn var stofnaður í nóvember 2003 til styrktar málefnum barna og unglinga með sykursýki. Gjöfin var afhent 10. nóvember 2008. Aðal styrktaraðilar og stofnendur sjóðsins eru konur í Thorvaldsensfélaginu. Fyrir tilstilli þeirra framlags hefur reynst mögulegt að styrkja viðveru lækna og hjúkrunarfræðinga í sumarbúðum barna og unglinga með sykursýki sem haldnar hafa verið árlega sl. 5 ár. Enn fremur hefur sjóðurinn styrkt rannsóknir á gæðum meðferðar við göngudeild barnaspítalans og nú nýlega öflugt framtak sem miðar að því að gera árangur meðferðar í sykurstjórnun enn betri.

ég er í stjórn Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki og mig langar að þakka fyrir mig og mína. og auðvita hvetja alla til að kaupa kortin þeirra.

 

hérna er linkur á siðunna hjá þessu frábæra félagi http://thorvaldsens.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband