handbolti og orukudrykkir

ég var um helgina á AK með 12 ára strákum að spila handbolta. og þar sem við í minni heimabyggð tókum þá ákvöðrun fyrir mót að okkar strákar fengju ekki þessa drykki, tók ég held ég betur eftir því  hvað þessir strákar eru að drekka mikið af þessu. eitt félagið sem var á sama gangi og við í gistingu bauð uppá brauð með áleggi sem er fínt brauðið var meira að segja frear gróft en það sem var boðið uppá að drekka með var : blár Powerade.

12 ára líkami þarf ekki á þessu að halda. og svo á heimaleið í gær gekk alveg framm af mér og þeim sem voru með mer í bíl. 'i Varmahlíð þegar stoppað var þar til að rétta úr sér, kemur bíll með leikmenn frá ákv. félagi (nefni ekki nöfn) og einn strákurinn þar ríkur beint ínní búðina og kemur út með bláan powerade og 3 dósir af öðrum drykkjum. dósirnarvoru eins og magic sá ég. bílstjórinn sagaði ekki neitt, rak sína menn úti bíl og ég hugasaði bara aumingja hann að vera með guttan í bílnum hjá sér. ég helt áfram með smína menn og rakst næst á félagana í Staðaskála, þar sat hann ásamt fl að borða og það var einginlega fyndið að sjá hann, strákurinn var svo upp´tjúnaður og spenntur. augun risastor og út þanin. og hann gat ekki sitið kjurr.

 

síðast sem ég sá til þeirra var útum dyrnar á Staðskála og aftur hugsaði ég aumingja bílstjórin. en það sem ég er að spá er þetta. við gefum ekki börnum kaffi af því að það er svo mikið koffín í því en hvað með þessa drykki. Í mörgum þeirra er 2-3x meira koffín en er í bolla af streku kaffi. og þetta leifum við þeim að drekka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband