11.10.2008 | 16:33
spor og pælingar
sit heima í dag með 6 spor í puttanum, fór á haugana með drasl frá mömmu í gær. viðlagatrygging kom loksins í vikunni að skoða húsið á austurveginum og þá mátti loksins henda hinu og þessu. og eitt að þessu skall til baka beint í puttan á mér og tók ofan af honum, það var eins og ég hefði farið með fiski hníf á hann, flakað hann eins og ýsuflak. Mamma í rusli og ég bara í sófanum. en svona er bara lífið, puttinn grær og ég hef ekki áhyggiur að þessu.
annars reynir maður bara að horfa sem minnst á fréttir eða hlusta þessa dagana, krakkarnir spá svo mikið í allt sem þau heyra. spyrja um peningana sína í bankanum, sérstaklega eftir að þau heyrði að landsbankinn væri farin. þau eiga uþb 500.000 samtals þar og eru ekki að trúa því að peningarnir séu öruggir þegar allir eru að tala um að peningarnir þeirra "séu farnir". maður er eiginlega hálf fengin að hafa ekki átt mikið í bankanum. það var þá ekki mikið sem fór. skulda svo bara lítið í húsinu og ekkert í útlöndum. en það er á hreinu að hlutirnir verða töff á næstunnni. það er enginn að kaupa álglugga núna úr efni sem er keypt frá evru landi. maður verður bara að skipta í hakk og spagetti og brauð með. brauð í öll mál núna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.