handboltahátíð

ég for með krakkana í höllina að hitta silfurrefina okkar ásamt öllum hinum. þeir eiga sko þakkir skildar drengirnir; drullu þreyttir eftir erfitt ferðalag frá Kina og allt húllum hæið dagin áður. sátu þarna í rúma tvo tíma að skirfa og brosa á myndum. mín tvö komu heim með 3 plakött full arituð og nokkur auka í bunka. ég var að sjálfsögðu með vélina með mér. ég tók eftir því þarna að allir, sérstaklega krakkarnir voru þolinmóð stóðu í röð og biðu eftir sínu tækifæri. ég fylgdi stelpunni eftir, beið með henni, enginn að riðjast. svo erum við næstar fyrir fram Fúsa, kemur ekki eldri kona í pels og fínu pils, smellir sínu plakatti á borðið hjá honum - eiginlega yfir það sem litli Víkingurinnn fyrir framan okkur var með. Fúsi leit upp, horfði á konuna og sagði hátt og skírt "HÉR FÖRUM VIÐ Í RÖÐ"  og ýtti blaðinu til hliðar og athyglini aftur á þann litla. svo þegar hann var búinn að árita hjá honum ýtir sú fina sínu aftur að honum. fyrir framan mína, Fúsi aftur frakar hátt "ÉG GET EKKI HLEYPT ÞÉR AÐ, HÉR BÍÐA ALLIR Í SINNI RÖÐ OG RIÐJAST EKKI" sú fina tók sitt og fór, sá hana ekki aftur. en mömmurnar og pabbarnir þarna í kring - við klöppuðum næstum því.

hollin 2

en þetta var fínt hjá þeim, vildu örugglega frekar eyða þessum stutta tíma heima með fjölskyldu og vinum og ekki lenda í vandræðum hjá klúbbunum sínum úti, en mættu samt allir nema Alexsander hann var farin í þýskalands, attí leik dagin eftir og Logi fór kl 6 hrópandi að hann yrði að fara annars myndi hann missa af flugi.

hollin 1hollin 4hollin 4 

 

 

 

 

 

svo rákumst við á einn "gamlan" eins og hann sagðu sjálfur

 

hollin 3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband