1.dagur

næstum ár síðan síðasta færsla, en núna er breytt.

ég ætla að nota þetta núna til að koma smá skikk á matin hjá fjölskykdunni, þó sérstalega mér, og núna verður þetta matardagbók og ykkur er velkomið að kommenta og koma með góð ráð og þessháttar.

 

morgunmatur: 5:30 (já ég vinn í bakaríi) þá tek ég: spurolína ca 5 stk, CLA fitusýrur, króm, grænt te töflur og stundum omega 3

ca 8:30 kaffi í vinnunni 1/2 rúnstykki með skinku, ost og grænmeti

ca 10-10:30 annað kaffi sama og kl 8 

hádegi ekkert

seinna kaffi cheríos með lett mjólk

kv.matur hakk með mexicó þema (kál, tómatar,gúrka, salsasósa, sýrður rjómi)

dagurinn er reyndar OK nema vantar ha´degið. enhverar hugmyndir?? 

 

 


jólatiltekt

var að klára jóladótið í dag, kosmt reyndar að því að það er eitt gott við að liggja í magapest vikuna fyrir jól; það fer svo lítið af jólaskrauti upp og þá er líka svo lítið að taka niður líka. en ég verð að viðurkenna að mér finnst fínt að pakka þessu niður. það er allt svo snirtilegt á eftir, ekki að það sé drasl þegar dótið er þarna; þið vitið hvað ég er að segja. stofan stækkar alltí einu þegar tréð fer og þess háttar. og einhvern vegin ratar ekki allt "puntið" sem maður tekur niður upp aftur. það eru alltaf afföll hjá mér, hlutir sem rata ekki uppá skáp aftur. og enda svo´líklega hjá góða hirðinum í vor ásamt tonninu sem er í skúrnum. Hefði verið fínt ef "bófarnir" hefðu tekið eitthvað af öllu draslinu og skilið Bratz-dúkkurnar og lava-lampana eftir. já er ekki búinn að segja frá því; það fóru einhverjir í skúrinn ca 10 daga fyrir jól og tóku 4 bratz, 4 lavalamp og FERÐATÖSKU undir draslið. Vona bara að það séu á suðurlandi 4 litlar stelpur ánægðar með dúkkurnar sínar og ef þú sérð bleika lavalampa; láttu mig vita. ég sakna 4 stk.


draumurinn er fundinn!!!!!!!!!!!

í boxinu frá Sálinni, hvílíkur dagur sem ég er búinn að eiga. hver diskurinn hefur runnið í gegn í dag og núna er "hvar er draumurinn" videoið að renna. bara fyndið að sjá þá félaga í glimmer jökkum eða að reyna að vera kúl einhverstaðar úti að syngja með playbakki og halda takt. þetta rifjar bara upp sveitaböllinn með vinkonunum upp um allar sveitir, Aratunga, Flúðir, Árnes, Hvollin og aðsjálfsögðu NJÁlABÚÐ á annan í jólum. Á einu þeirra gekk svo mikið á hjá Jens að hann sló hjómborðið af standinum og beint á mig, ég reyndi eftir bestu getu að koma því á réttan stað og fyrir hjálpina fékk ég frítt á næsta ball. HVÍLÍKUR heiður.

 

en takk fyrir mig Gummi, Stebbi, og co, takk fyrir áratugi af flottri músik og vonandi kemur meira.


myndir og meira um myndir

er búinn að vera að taka myndir af ungviðinu í kringum mig. anna briet og einar jakob komu svo var hanna vinkona í rvk líka á ferðinni. er búinn að setja myndir inná flikr síðuna (linkur til vinstri) svo voru stelpurnar hans óskars hérna í  dag og var tekið hellingur af myndum. ætla að setja þær inn þegar ég er búinn að phtoshopa þær.  en endilega látið mig heyra hverning ykkur líst á .

handboltamyndir

var að setja inná Flickr-síðuna myndir að norðan kikið á þær!!!!!!!!!!!!!!!!

 

 

linkur hérna til vinstri


handbolta myndir

ég veit að það eru nokkrir að bíða eftir handboltamyndum frá síðustu helgi en þær eru alveg að koma. ætla að vinna þær á morgun er búinn að vera í tölvuvandræðum en þetta er alveg að koma. verða íka nollrar í Dagskráni á fimmtudaginn kemur

Þórir heldur flott uppá afmælið

jöfnunarmark á afmælinu, það var reyndar í gær en næstum því!!!!!!!!!!!!!

 

væri til í að sjá meira frá leiknum en það er víst ekki. vona að það gangni jafnvel á morgun þá er annar leikur.

 


mbl.is Þórir tryggði jafntefli gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

handbolti og orukudrykkir

ég var um helgina á AK með 12 ára strákum að spila handbolta. og þar sem við í minni heimabyggð tókum þá ákvöðrun fyrir mót að okkar strákar fengju ekki þessa drykki, tók ég held ég betur eftir því  hvað þessir strákar eru að drekka mikið af þessu. eitt félagið sem var á sama gangi og við í gistingu bauð uppá brauð með áleggi sem er fínt brauðið var meira að segja frear gróft en það sem var boðið uppá að drekka með var : blár Powerade.

12 ára líkami þarf ekki á þessu að halda. og svo á heimaleið í gær gekk alveg framm af mér og þeim sem voru með mer í bíl. 'i Varmahlíð þegar stoppað var þar til að rétta úr sér, kemur bíll með leikmenn frá ákv. félagi (nefni ekki nöfn) og einn strákurinn þar ríkur beint ínní búðina og kemur út með bláan powerade og 3 dósir af öðrum drykkjum. dósirnarvoru eins og magic sá ég. bílstjórinn sagaði ekki neitt, rak sína menn úti bíl og ég hugasaði bara aumingja hann að vera með guttan í bílnum hjá sér. ég helt áfram með smína menn og rakst næst á félagana í Staðaskála, þar sat hann ásamt fl að borða og það var einginlega fyndið að sjá hann, strákurinn var svo upp´tjúnaður og spenntur. augun risastor og út þanin. og hann gat ekki sitið kjurr.

 

síðast sem ég sá til þeirra var útum dyrnar á Staðskála og aftur hugsaði ég aumingja bílstjórin. en það sem ég er að spá er þetta. við gefum ekki börnum kaffi af því að það er svo mikið koffín í því en hvað með þessa drykki. Í mörgum þeirra er 2-3x meira koffín en er í bolla af streku kaffi. og þetta leifum við þeim að drekka.


thorvaldsenfélagið og jólaskortin þeirra

10.11.2008
Tvær milljónir til styrktar málefnum barna og unglinga með sykursýki
Lára Margrét Gísladóttir varaformaður Thorvaldsensfélagsins afhenti Árna V. Þórssyni lækni og Auði Ragnarsdóttur hjúkrunarfræðingi gjöfina, ásamt Dagnýju Gísladóttur og Guðlaugu Jónínu Aðalsteinsdóttur .Thorvaldsensfélagið hefur fært Thorvaldsenssjóðnum, sem er sjóður til styrktar málefnum barna og unglinga með sykursýki, gjöf að upphæð 2 milljónir króna. Sjóðurinn var stofnaður í nóvember 2003 til styrktar málefnum barna og unglinga með sykursýki. Gjöfin var afhent 10. nóvember 2008. Aðal styrktaraðilar og stofnendur sjóðsins eru konur í Thorvaldsensfélaginu. Fyrir tilstilli þeirra framlags hefur reynst mögulegt að styrkja viðveru lækna og hjúkrunarfræðinga í sumarbúðum barna og unglinga með sykursýki sem haldnar hafa verið árlega sl. 5 ár. Enn fremur hefur sjóðurinn styrkt rannsóknir á gæðum meðferðar við göngudeild barnaspítalans og nú nýlega öflugt framtak sem miðar að því að gera árangur meðferðar í sykurstjórnun enn betri.

ég er í stjórn Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki og mig langar að þakka fyrir mig og mína. og auðvita hvetja alla til að kaupa kortin þeirra.

 

hérna er linkur á siðunna hjá þessu frábæra félagi http://thorvaldsens.is/


nýjar myndir á flikr síðunni

ég tók vélina með eitt kv í síðustu viku og smellti af nokkrum af kirkjunni og brúnni okkar hérna á selfossi, ég er mjög ánægð með þær. kíkiði og segjið mér hvað ykkur finnst.

 

 

 

 

 

linkur á síðuna hérna til vinstri


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband